Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um að stjóri félagsins, Jose Mourinho, hafi verið með rasisma í ummælum sínum eftir toppslaginn gegn Galatasaray í gær.
Mourinho sagði í viðtali að menn á varamannabekknum hjá Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar. Þá sagði hann að það hefði orðið stórslys ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn en tyrkneska fótboltasambandið ákvað að fá slóvenskan dómara til starfa í leiknum, sem endaði með 0-0 jafntefli.
Galatasaray hefur hótað því að kæra Mourinho til UEFA og FIFA fyrir rasisma.
Mourinho sagði í viðtali að menn á varamannabekknum hjá Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar. Þá sagði hann að það hefði orðið stórslys ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn en tyrkneska fótboltasambandið ákvað að fá slóvenskan dómara til starfa í leiknum, sem endaði með 0-0 jafntefli.
Galatasaray hefur hótað því að kæra Mourinho til UEFA og FIFA fyrir rasisma.
„Ummæli Mourinho hafa algjörlega verið tekin úr samhengi. Allir skynsamir einstaklingar sjá að þessar lýsingar sem hann notaði til að lýsa viðbrögðum starfsmanna Galatasaray við ákvörðunum dómarans tengjast rasisma á engan hátt," segir í yfirlýsingu Fenerbahce. „Að reyna að mála þessi ummæli upp sem rasísk er hreinlega illgjarnt. Við munum bregðast við þessum aumkunarverða rógburði."
Galatasaray er á toppi tyrknesku deildarinnar, sex stigum á undan Fenerbahce sem er í öðru sæti.
Athugasemdir