Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
banner
   fim 06. mars 2025 10:54
Elvar Geir Magnússon
Þrista Salah fyrir lélega frammistöðu
Mo Salah fékk falleinkunn.
Mo Salah fékk falleinkunn.
Mynd: EPA
Alisson fékk 9 fyrir sína frammistöðu.
Alisson fékk 9 fyrir sína frammistöðu.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, einn besti leikmaður heims, var langt frá sínu besta í leik Liverpool gegn Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. PSG yfirspilaði Liverpool í leiknum en enska liðið skoraði hinsvegar eina markið.

Alisson Becker markvörður Liverpool átti stórkostlegan leik og varamaðurinn Harvey Elliott tryggði 1-0 veganesti fyrir seinni leikinn sem verður á Anfield í næstu viku.

Egyptinn Salah, sem er að eiga geggjað tímabil, fékk aðeins 3/10 í einkunn frá franska blaðinu L'Equipe. Salah fann sig engan veginn í gær og var í góðri gæslu bakvarðarins Nuno Mendes.

Salah var á endanum tekinn af velli á 86. mínútu, fyrir Elliott sem skoraði sigurmarkið nánast strax eftir að hafa komið af bekknum.

Bakvörðurinn Andy Robertson fékk einnig 3 í einkunn en maður leiksins var að sjálfsögðu Alisson sem fékk 9. Alisson talaði um það í viðtali eftir leik að þetta hafi verið hans besti leikur á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner