„Þetta er eitt stærsta rán sem maður hefur séð," sagði Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, um 1-0 útisigur Liverpool gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær.
Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum en maður leiksins var án nokkurs vafa Alisson Becker, markvörður Liverpool, sem átti sannkallaðan stórleik.
Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum en maður leiksins var án nokkurs vafa Alisson Becker, markvörður Liverpool, sem átti sannkallaðan stórleik.
Besti leikur lífs míns
„Þetta var líklega besta frammistaða lífs míns. Stjórinn var búinn að segja okkur hversu erfitt það er að spila gegn PSG, hversu góðir þeir eru með boltann og að við þyrftum að vera tilbúnir að þjást. Við vissum hvað væri í aðsigi," sagði Alisson eftir leikinn í gær.
PSG hafði gríðarlega yfirburði í leiknum í gær, átti 27 skot í leiknum en Liverpool átti aðeins tvö. Alisson átti níu markvörslur og hefur aldrei áður átt eins margar vörslur í einum Meistaradeildarleik. Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu.
Besti markvörður heims
Elliott tjáði sig um markvörðinn Alisson eftir leikinn: „Hann er ótrúlegur, sá besti í heimi. Hann er sífellt að sýna það og heldur okkur inni í mörgum leikjum. Ég veit ekki hvar við værum án hans," sagði Elliott.
Carragher var sérfræðingur í sjónvarpssal hjá CBS Sports yfir leiknum og sparaði ekki stóru orðin eftir leik.
„Ég trúi ekki því sem ég var að sjá. PSG var framúrskarandi, þeir voru að pakka Liverpool saman. Alisson lék sinn besta leik á ferlinum, allavega fyrir Liverpool. Ef Liverpool vinnur þessa keppni þá verður þetta frammistaða sem menn munu tala um í framtíðinni," sagði Carragher.
Margir tala um Alisson sem besta markvörð heims. Arne Slot, stjóri Liverpool, segist vera með þann besta í sínu liði.
„Ég hef þjálfað mjög góða leikmenn á ferli mínum en aldrei þjálfað besta markvörð í heimi fyrr en nú. Hann sannaði það í dag að hann er besti markvörður heims. Við áttum líklega ekki skilið að sigra í þessum leik," sagði Slot.
Athugasemdir