Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan metur Liverpool enn sigurstranglegast í Meistaradeildinni
Harvey Elliott skorar gegn PSG.
Harvey Elliott skorar gegn PSG.
Mynd: EPA
Ofurtölva Opta metur Liverpool enn sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu. Liverpool vann 1-0 útisigur gegn Paris St-Germain í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.

Ofurtölvan telur 84,6% líkur á að Liverpool fari áfram úr einvíginu og 26% líkur á því að liðið vinni keppnina. Barcelona er talið næst sigurstranglegast í keppninni en Real Madrid er aðeins í fimmta sæti.

Seinni leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram strax í næstu viku. Sigurliðið úr viðureign PSG og Liverpool mun mæta Club Brugge eða Aston Villa í 8-liða úrslitum.

Ofurtölvan telur engar líkur á því að Arsenal fari ekki áfram eftir 7-1 sigurinn gegn PSV Eindhoven. Arsenal myndi þá mæta Real Madrid eða Atletico Madrid í 8-liða úrslitum.

8-liða úrslit:
PSG/Liverpool - Club Brugge/Aston Villa
Real Madrid/Atletico - PSV/Arsenal
Feyenoord/Inter - Bayern München/Leverkusen
Dortmund/Lille - Benfica/Barcelona
Athugasemdir
banner
banner