Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. apríl 2020 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Andreas Pereira ekki á förum frá Man Utd
Andreas Pereira.
Andreas Pereira.
Mynd: Getty Images
Einn þeirra leikmanna sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni hjá stuðningsmönnum Manchester United á þessu tímabili er Andreas Pereira.

Pereira hefur leikið 37 leiki fyrir Manchester United á tímabilinu, hann skoraði gegn LASK í Evrópudeildinni í síðasta leiknum sem Rauðu djöflarnir spiluðu áður en öllum fótboltaleikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hann hrósar Ole Gunnar Solskjær sérstaklega fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og vill launa honum traustið.

„Þegar ég kom til United ungur að árum vissi ég að þetta væri félag sem treystir á unga leikmenn og gefur þeim tækifæri, þetta rættist í mínu tilfelli. Ole veit að við erum alltaf til staðar fyrir hann. Ungu strákarnir myndu gera allt til að vernda hann þar sem hann er maðurinn sem gefur okkur traustið," sagði Pereira.

Miða við orð Pereira hefur hann engan hug á að yfirgefa félagið.

„Ég er stoltur að vera hér og vil vera hér áfram. Ég vil berjast fyrir hann (Solskjær), vinna leiki og titla," sagði Andreas Pereira í samtali við heimsíðu Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner