Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Burnley: Ég skil að D-deildarfélög nýti úrræðið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um úrræði enskra stjórnvalda til að hjálpa fyrirtækjum að borga starfsfólki sínu laun á meðan kórónuveirufaraldurinn herjar á landið.

Úrræðið hljóðar þannig að ríkið borgar 80% launa allra starfsmanna og er launaþakið 2,500 pund á mánuði, eða 440 þúsund krónur.

Nokkur úrvalsdeildarfélög á borð við Newcastle og Norwich hafa ákveðið að nýta sér þetta úrræði en það vakti það mikla reiði þegar Liverpool og Tottenham, sem mokgræddu í fyrra, tilkynntu að þau ætluðu sér einnig að gera það.

Mike Garlick, forseti Burnley, staðfesti fyrr í kvöld að hans félag ætli sér ekki að nota skattpeninga og skaut um leið og úrvalsdeildarfélög sem hafa kosið að fara þá leið.

„Við höfum rætt þetta mikið síðustu viku en komumst loks að þeirri ákvörðun að næstu mánuðina munum við ekki skera niður nein laun eða reiða okkur á aðstoð frá ríkinu," sagði Garlick.

„Þetta gæti breyst í sumar, ef tímabilið verður ekki farið af stað í júlí þá þurfum við að grípa til aðgerða.

„Ég skil að D-deildarfélög nýti úrræði stjórnvalda. Þau eiga ekki ríka eigendur og reiða sig meira á tekjur daglegs reksturs. Ég hef áhyggjur að félög fari í gjaldþrot ef tímabilið fer ekki af stað í bráð."


Garlick sagði í viðtali um helgina að Burnley getur tapað allt að 50 milljónum punda ef tímabilið fer ekki af stað aftur. Þá spáði hann því að sjóðir félagsins yrðu svo gott sem tómir í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner