Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. apríl 2020 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Higuain ekki á leið aftur til heimlandsins á næstunni
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain.
Mynd: Getty Images
Argentíski framherjinn Gonzalo Higuain hefur verið orðaður við River Plate í heimalandinu að undanförnu. Faðir hans, Jorge Higuain, tekur fyrir þær sögusagnir og segir að Higuain sé ekki á leið heim.

„Þetta er ekki að fara gerast á næstunni, Gonzalo á enn meira en ár eftir af samningi sínum við Juventus. Í augnablikinu er það ekki möguleiki að hann snúi aftur til River," sagði Jorge Higuain um son sinn í samtali við Goal.

Hinn 32 ára gamli Gonzalo Higuain er uppalinn hjá River Plate og spilaði þar með aðalliðinu frá árinu 2005 til 2007 áður en hann hélt til Spánar þar sem hann spilaði með Real Madrid.

Í samtali við Fox Sports á síðasta ári útilokaði hann ekki endurkomu til River Plate. „Ég útiloka það ekki, framtíðin er óráðin, ég á enn tvö ár eftir af samningi mínum hér," sagði Higuain.

Athugasemdir
banner
banner
banner