Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   sun 06. apríl 2025 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Rúnar Már skorar í kvöld.
Rúnar Már skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara sáttir. Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við og við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði 50-50 og myndi geta dottið báðum megin þannig að við erum gríðarlega sáttir með að ná í þrjú stig og að halda hreinu í dag.“ Sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliði ÍA um leikinn eftir 1-0 útisigur ÍA á Fram í Úlfarsárdal fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

Rúnar Már var sannkallaður örlagavaldur í dag en það eina sem skildi liðin að í dag var glæsimark hans úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Þar sneri Rúnar boltanum yfir varnarvegg Fram og söng boltinn í samkeytunum í marki Fram. Vissi Rúnar um leið og hann hitti boltann að þetta yrði mark?

„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaÁman að sjá hann í markinu.“

Rúnar Már er á sínu öðru tímabili með ÍA og er nú orðin fyrirliði liðsins. Meiðsli voru að plaga hann í fyrra en hann virðist vera á talsvert betra róli í dag og hafði um eigið líkamlegt stand að segja.

„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég va að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “

Sagði Rúnar Már en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner