Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
   sun 06. apríl 2025 22:12
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Rúnar Már skorar í kvöld.
Rúnar Már skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara sáttir. Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við og við lögðum upp með. Við vissum að þetta yrði 50-50 og myndi geta dottið báðum megin þannig að við erum gríðarlega sáttir með að ná í þrjú stig og að halda hreinu í dag.“ Sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliði ÍA um leikinn eftir 1-0 útisigur ÍA á Fram í Úlfarsárdal fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

Rúnar Már var sannkallaður örlagavaldur í dag en það eina sem skildi liðin að í dag var glæsimark hans úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Þar sneri Rúnar boltanum yfir varnarvegg Fram og söng boltinn í samkeytunum í marki Fram. Vissi Rúnar um leið og hann hitti boltann að þetta yrði mark?

„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaÁman að sjá hann í markinu.“

Rúnar Már er á sínu öðru tímabili með ÍA og er nú orðin fyrirliði liðsins. Meiðsli voru að plaga hann í fyrra en hann virðist vera á talsvert betra róli í dag og hafði um eigið líkamlegt stand að segja.

„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég va að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “

Sagði Rúnar Már en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir