Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. maí 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fylkir fær Shannon frá finnsku meisturunum (Staðfest)
Shannon í leik með Grindavík 2019.
Shannon í leik með Grindavík 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir var að tryggja sér Shannon Simon sem lék með Grindavík sumarið 2019. Shannon er skapandi sóknarleikmaður sem spilar framarlega á miðjunni eða úti á kanti.

Shannon er fædd 1996 og varð tvöfaldur meistari í Finnlandi með Aland United í fyrra. Shannon var mikið í kringum byrjunarliðið.

Shannon lék með Seattle Reign í Bandaríkjunum áður en hún skipti til Grindavíkur.

Hún kom til landsins í síðustu viku og hefur hafið æfingar með Fylki. Hún gæti tekið þátt í fyrsta heimaleik Fylkis núna á þriðjudaginn gegn Tindastóli.

„Við bjóðum Shannon hjartanlega velkomna í Árbæinn!" segir í Facebook færslu Fylkis.
Athugasemdir
banner