Skoska úrvalsdeildarfélagið Rangers er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og mun þar etja kappi við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Árangurinn er magnaður hjá Rangers, sérstaklega í ljósi þess hvar félagið var fyrir um tíu árum síðan. Rangers fór í gjaldþrot en það tókst að bjarga félaginu. Eftir björgunina þá hóf Rangers í neðstu deild Skotlands.
Rangers þurfti að vinna sig aftur upp og hefur félagið gert það hægt og bítandi undanfarin tíu ár.
Núna er liðið komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Það er frábært afrek og það er magnað hvernig félagið hefur verið að vinna sína vinnu síðustu ár. Liðið sem er búið að koma þeim á þennan stað er alls ekki dýrt eins og sjá má hér fyrir neðan. Langdýrasti leikmaðurinn - Ryan Kent - kostaði 7,2 milljónir evra en alls borgaði félagið 13,56 milljónir evra fyrir byrjunarlið leikmanna sem komu því í úrslitaleikinn.
The Rangers team that reached the Europa League final last night cost the club just €13.65 million in transfer fees 👏 pic.twitter.com/9opMmkM75Z
— Transfermarkt.co.uk (@TMuk_news) May 6, 2022
Athugasemdir