Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   fös 06. maí 2022 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már: Munaði einhverjum sentímetrum í lokasókninni
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli gegn Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og mér fannst við vera með yfirhöndina eiginlega allan fyrri hálfleikinn. Við uppskárum og ég hefði viljað sjá okkur skora annað. Í seinni hálfleik duttum við aðeins niður, náðum ekki að halda boltanum nægilega vel og hleyptum þeim aðeins of mikið inn í þetta."

„Ég held að jafntefli sé sanngjörn niðurstaða ef þú horfir á færin í leiknum og annað."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Grindavík

Maggi var svekktur með það hversu illa það gekk hjá liðinu að halda boltanum innan liðsins í seinni hálfleik.

„Við hefðum viljað halda boltanum meira og ekki leyfa þeim að stýra leiknum svona svakalega eins og gerðist á þessum 20 mínútna kafla þegar þeir skoruðu markið."

„En ég er ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta. Það munaði einhverjum sentímetrum í lokasókninni að við séum að skora sigurmarkið og taka öll stigin. Við hættum aldrei. Það hefði verið hrikalega sætt að fá þann bolta í netið."

Allt viðtalið er í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner