Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
                
                
                                    Hann kom inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks er liðið var 1-0 undir gegn Juventus. Íslendingurinn breytti leiknum og jafnaði hann metin á 87. mínútu.
Var þetta hans fyrsta deildarmark fyrir Genoa en hann gekk í raðir félagsins í janúar.
Hægt er að sjá markið með því að smella hérna. Virkilega laglegt mark hjá Alberti.
Genoa skoraði sigurmarkið svo í uppbótartímanum og er núna einu stigi frá öruggu sæti þegar lítið er eftir. Gaman verður að sjá hvort liðið nái að halda sér uppi.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        