Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 06. júní 2021 12:20
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 5. umferð - Aðeins tapað einum leik með Fram
Kyle McLagan (Fram)
Lengjudeildin
Kyle McLagan er gríðarlega mikilvægur fyrir Fram.
Kyle McLagan er gríðarlega mikilvægur fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram trónir á toppi Lengjudeildarinnar með fullt hús stiga en liðið vann 4-0 sigur gegn Vestra í Safamýrinni í gær. Bandaríski miðvörðurinn Kyle McLagan í Fram er leikmaður umferðarinnar en hann var verulega öflugur í öftustu línu og skoraði auk þess eitt af mörkunum fjórum.

McLagan kom til Fram um mitt sumar í fyrra, frá FC Roskilde í Danmörku, og hefur reynst þeim bláu sannkallaður happafengur.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net, telur að þessi 25 ára leikmaður sé besti varnarmaðurinn í Lengjudeildinni.

„Hann kom til liðsins í lok ágúst í fyrra og hefur verið mjög sterkur síðan. Frábær leikmaður; hann er ekta varnarmaður, líkamlega sterkur, mikill leiðtogi og góður á boltann. Eins og staðan er í dag, þá er hann besti varnarmaður deildarinnar. Þetta er leikmaður sem skiptir Framara miklu máli," sagði Rafn um McLagan í útvarpsþættinum á X977 á dögunum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar í Lengjudeildinni

Kristófer Kristjánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og harður stuðningsmaður Fram, sér nánast hverja mínútu hjá þeim bláu og er skiljanlega hrifinn af McLagan.

„Kyle „Air Force 2“ McLagan kom til Fram um mitt tímabil í fyrra, hann er búinn að spila þrettán deildarleiki fyrir Safamýrarliðið og aðeins tapað einum. Varnarmaður eins og þeir gerast bestir; hávaxinn, nautsterkur, leiðtogi í öftustu línu og góður á boltanum, fullfær um að spila honum og byrja sóknarlotur liðsins," segir Kristófer.

„Framliðið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu sína í sókn og nóg hefur verið ritað og rætt um mikilvægi Alberts Hafsteinssonar og Fred Saraiva í því samhengi. Það hrós er fyllilega verðskuldað, en takist liðinu að fara alla leið í sumar og upp í efstu deild, þá verður Bandaríkjamaðurinn ekki síður mærður í Safamýrinni. Sennilega besti varnarmaður deildarinnar í dag og ómetanlegur lykilmaður í Fram."

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner