Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. júní 2021 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Calvert-Lewin átti að taka vítið - „Ég þarf að athuga hvað gerðist"
Gareth Southgate gengur af velli eftir sigurinn
Gareth Southgate gengur af velli eftir sigurinn
Mynd: EPA
Þjálfarateymi enska landsliðsins mun næst taka ákvörðun um það hver tekur vítaspyrnur fyrir liðið á vellinum en þetta segir Gareth Southgate í viðtali við fjölmiðla eftir 1-0 sigurinn á Rúmeníu í kvöld.

Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en það var seinni vítaspyrna Englendinga sem er helst til umræðu.

Dominic Calvert-Lewin féll í teignum og ætlaði sér á punktinn en þá mætti Jordan Henderson og tók við boltanum. Florian Nita varði hins vegar spyrnuna frá Henderson.

Það varð einhver ruglingur á kerfinu. Rashford var vítaskytta liðsins og var James Ward-Prowse næstur á eftir honum en þeir voru báðir farnir af velli.

Henderson var ólmur í að skora fyrsta landsliðsmarkið en þarf þó að bíða eitthvað lengur með það.

„Ég bjóst við að Dominic myndi taka spyrnuna og þegar Hendo gekk að honum þá hélt ég að hann væri að gulltryggja það að Dominic myndi taka hana. Ég þarf að skoða hvað gerðist," sagði Southgate.

„Við munum taka þessa ákvörðun næst," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner