Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 06. júní 2021 14:11
Elvar Geir Magnússon
Sparkað í dómara eftir leik fyrir norðan og hringt heim til hans
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Áhorfandi á leik Samherja og Léttis sem fram fór á Hrafnagilsvelli við Akureyri í gær missti algjörlega stjórn á skapi sínu eftir lokaflaut, óð inn á völlinn og sparkaði í dómara leiksins.

Sigurbjörn Hafþórsson dæmdi umræddan leik sem fram fór í 4. deildinni en áhorfandinn sat á tjaldstól meðan á leiknum stóð. Léttir vann 2-1 útisigur en eftir leikinn fór áhorfandinn inn á völlinn, með tjaldstólinn í annarri hendinni og sparkaði í Sigurbjörn.

Samkvæmt heimildarmanni Fótbolta.net er talið að umræddur aðili hafi tapað peningi á því að veðja á leikinn en tvö rauð spjöld fóru á loft í lok leiks, bæði á Samherja.

Þá ku hafa verið hringt heim til dómarans eftir leikinn og málið er komið á borð lögreglu samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner