Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. júní 2022 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hermaðurinn" fær kærkomið frí
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason mun fá frí þegar Ísland leikur gegn San Marínó í vináttulandsleik síðar í þessari viku.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Birkir er fyrirliði landsliðsins og leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar hjá karlalandsliðinu. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í liðinu en mun fá kærkomið frí núna.

Fyrirliðinn fór meiddur af velli gegn Albaníu í kvöld en það er ekki alvarlegt að sögn landsliðsþjálfarans.

„Hann fékk krampa, ég held að það sé ekkert alvarlegt. Það var búið að ákveða það fyrir gluggann að Birkir myndi alltaf fá frí í leik númer þrjú," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

„Birkir er hermaður og það sem hann er að gera fyrir þetta lið er ótrúlegt, en þegar þú ert kominn á þennan aldur er erfitt að tengja tvo leiki á þessu tempói og þessu stigi."

Birkir, sem er 34 ára, var í kvöld að spila sinn 109. landsleik.

Arnar var síðar á fundinum spurður hvort fleiri leikmenn fái frí gegn San Marínó. Greindi hann þar frá því að Hörður Björgvin Magnússon verði ekki heldur með gegn San Marínó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner