Á hverjum morgni kíkjum við inn í slúðurheima í boði Powerade. Það er BBC sem tekur pakkann saman.
                
                
                                    Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) færist nær því að yfirgefa Manchester United í janúar en Napoli leggur mikla áherslu á að fá hann lánaðan. (Teamtalk)
Barcelona mun kaupa Marcus Rashford (28) frá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út eftir tímabilið, ef enski framherjinn samþykkir samningstilboð félagsins. (TalkSport)
Umboðsmaður Niclas Fullkrug (32) segir að það yrði skynsamlegt fyrir þýska sóknarmanninn að yfirgefa West Ham. (TOMorrow)
William Saliba (24), varnarmaður Arsenal, segir að það hafi verið freistandi að fara til Real Madrid áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í september. (Sports Illustrated)
Newcastle sýnir Ederson (24), miðjumanni Atalanta, áhuga en Joelinton (29) hefur ekki verið að finna sig á þessu tímabili. (The I)
Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um argentínska vængmanninn Ian Subiabre (18) hjá River Plate. (Fichajes)
Chelsea og Manchester United hafa áhuga á brasilíska framherjanum Vitor Roque (20) frá Palmeiras. (Mundo Deportivo)
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er meðal þeirra sem eru á blaði hjá Úlfunum sem eru í stjóraleit en ætla ekki að flýta sér. (Athletic)
Spænski miðjumaðurinn Oriol Romeu (34) mun snúa aftur til Southampton eftir að hafa rift samningi sínum við Barcelona. (Sport)
Kanadíski framherjinn Jonathan David (25) gæti farið til Tottenham eða Bayern München í janúar en honum hefur gengið illa að finna sig hjá Juventus síðan hann kom til ítalska félagsins í sumar. (Sky Sports)
Daniele de Rossi, fyrrum stjóri Roma, gæti tekið við Genoa eftir að Patrick Vieira var rekinn. (Football Italia)
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
        


