Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Zaccagni innsiglaði fjórða sigur Lazio
Mynd: EPA
Lazio 2 - 0 Cagliari
1-0 Gustav Isaksen ('66 )
2-0 Mattia Zaccagni ('90 )

Lazio lagði Cagliari af velli í síðasta leik tíundu umferðar í ítölsku deildinni í kvöld.

Adam Marusic var nálægt því að koma Lazio yfir í fyrri hálfleik en Elia Caprile, markvörður Cagliari, varði frábærlega frá honum.

Lazio bætti í í seinni hálfleik og Gustav Isaksen braut ísinn eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann skoraði með góðu skoti við vítateigslínuna.

Cagliari sótti hart að marki Lazio síðasta stundafjórðunginn en tókst ekki að nýta sér það. Í uppbótatíma vann Lazio boltann við vítateig Cagliari og Mattia Zaccagni skoraði með föstu skoti og innsiglaði sigur Lazio.

Lazio er 8. sæti með 15 stig en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins á tímabilinu. Cagliari er í 14. sæti með níu stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner