„Þetta hefur reynst skemmtileg viðbót við fjölbreytta flóru valáfanga hjá FSU. Krakkarnir hafa verið mjög ánægðir og vilja vita hvort það verði námskeið aftur á næstu önn. Það er vonandi að hægt sé að bjóða upp á það en færri munu komast að en vilja," segir Gunnar Borgþórsson, yfirþjálfari hjá Selfossi og kennari við FSu.
KSÍ og FSu, Fjölbrautaskóli Suðurlands, hafa tekið höndum saman nú á haustmánuðum og staðið fyrir áfanga í skólanum þar sem áhersla er lögð á kynningu á dómgæslu í fótbolta.
„Ég er gríðarlega ánægður með áfangann en þetta er liður í því að styrkja dómgæsluna á Suðurlandi. Um leið aukum við skilning á þessu mikilvæga hlutverki og sýnum starfinu þá virðingu sem það á skilið enda nauðsynlegt að gefa dómaramálum enn frekari gaum."
Mikil ánægja meðal nemenda
Dómaraval er í fyrsta skipti í boði fyrir nemendur en yfirumsjón með áfanganum hafa þeir Gunnar Jarl Jónsson, dómaraþjálfari hjá KSÍ og fyrrverandi FIFA dómari, og nafni hans Gunnar Borgþórsson.
Nemendur sem ljúka valáfanganum fá einingu en 12 nemendur skráðu sig í áfangann. Öðlast nemendur réttindi sem unglingadómarar og héraðsdómarar að áfanga loknum. Meðal þess efnis sem nemendur þurfa að fara yfir eru ákvarðanatökur, hlutverk dómara og aðstoðardómara, verklegar æfingar, líkamstjáning ásamt öðrum mikilvægum þáttum sem dómarar þurfa að búa yfir.
Á dögunum fór fram verkleg æfing í Lindex höllinni á Selfossi og á meðfylgjandi myndum má sjá Gunnar Jarl Jónsson, dómaraþjálfara, og Jóhann Inga Jónsson, FIFA dómara, gefa nemendum góð ráð og sýna þeim hvernig unnið er með dómara á verklegum æfingum.
Mikil ánægja hefur verið meðal nemenda með þessa nýjung í FSu og standa vonir til að áframhald verði á þessu samstarfi ásamt því að skoðað verður að útvíkka dómaraval í fleiri framhaldsskóla.
KSÍ og FSu, Fjölbrautaskóli Suðurlands, hafa tekið höndum saman nú á haustmánuðum og staðið fyrir áfanga í skólanum þar sem áhersla er lögð á kynningu á dómgæslu í fótbolta.
„Ég er gríðarlega ánægður með áfangann en þetta er liður í því að styrkja dómgæsluna á Suðurlandi. Um leið aukum við skilning á þessu mikilvæga hlutverki og sýnum starfinu þá virðingu sem það á skilið enda nauðsynlegt að gefa dómaramálum enn frekari gaum."
Mikil ánægja meðal nemenda
Dómaraval er í fyrsta skipti í boði fyrir nemendur en yfirumsjón með áfanganum hafa þeir Gunnar Jarl Jónsson, dómaraþjálfari hjá KSÍ og fyrrverandi FIFA dómari, og nafni hans Gunnar Borgþórsson.
Nemendur sem ljúka valáfanganum fá einingu en 12 nemendur skráðu sig í áfangann. Öðlast nemendur réttindi sem unglingadómarar og héraðsdómarar að áfanga loknum. Meðal þess efnis sem nemendur þurfa að fara yfir eru ákvarðanatökur, hlutverk dómara og aðstoðardómara, verklegar æfingar, líkamstjáning ásamt öðrum mikilvægum þáttum sem dómarar þurfa að búa yfir.
Á dögunum fór fram verkleg æfing í Lindex höllinni á Selfossi og á meðfylgjandi myndum má sjá Gunnar Jarl Jónsson, dómaraþjálfara, og Jóhann Inga Jónsson, FIFA dómara, gefa nemendum góð ráð og sýna þeim hvernig unnið er með dómara á verklegum æfingum.
Mikil ánægja hefur verið meðal nemenda með þessa nýjung í FSu og standa vonir til að áframhald verði á þessu samstarfi ásamt því að skoðað verður að útvíkka dómaraval í fleiri framhaldsskóla.
Það vilja allir dæma
„Þetta er hluti af því sem við verðum að gera, efla grasrótina í dómgæslunni og sýna unga fólkinu hversu ótrúlega spennandi það er að vera knattspyrnudómari. Við erum ofboðslega heppnir með nemendur í þessum áfanga, hrikalega skemmtileg og virk. Algjör forréttindi að fá krakka með þetta viðhorf. Við bindum miklar vonir við þetta valáfanga til lengri tíma og vonandi er hægt að dreifa boðskapnum víðar og koma áfanganum inn í fleiri framhaldsskóla á næstu misserum," segir Gunnar Jarl.
„Eitt af markmiðunum er að kveikja áhuga yngri iðkenda á dómgæslunni og sýna þeim að það eru fleiri hliðar knattspyrnunnar en bara að spila og vonandi getum við spornað við brottfalli sömuleiðis og fundið sem flestum farveg í þessari stórkostlegu íþrótt. Það vilja allir dæma, þetta er eins Doddi Hjaltalín hefur bent á, þetta er eins og með gusurnar, hjólreiðar, bakgarðshlaupin og jóga, það eru allir í þessu."
Athugasemdir




