Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 20:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía Kiær átti frábæran leik - Ásdís Karen lagði upp
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir átti frábæran leik þegar RB Leipzig vann Freiburg í þýsku deildinni í dag.

Hún kom liðinu yfir með marki eftir tíu mínútna leik. Staðan var 2-0 í hálfleik og hún lagði síðan upp þriðja mark liðsins. Leiknum lauk með 4-2 sigri Leipzig. Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Freiburg. Leipzig er með 10 stig í 10. sæti eftir átta umferðir. Freiburg er í 6. sæti með 13 stig.

Ásdís Karen Halldórsdóttir lagði upp fyrra mark Braga í 2-0 sigri liðsins gegn Rio Ave í portúgölsku deildinni. Ásdís var tekin af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í vörn Braga.

Liðið er með sjö stig eftir fimm umferðir í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner