Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 12:36
Kári Snorrason
Njarðvík kveður þjálfarateymið - Elta Gunnar Heiðar í Kórinn
Arnar Smárason mun aðstoða Gunnar Heiðar hjá HK.
Arnar Smárason mun aðstoða Gunnar Heiðar hjá HK.
Mynd: Njarðvík

Arnar Smárason og Sigurður Már Birnisson hafa báðir sagt skilið við Njarðvík. Arnar var aðstoðarþjálfari liðsins, en Sigurður gengdi starfi styrktarþjálfara.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu þeir fylgja Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, fyrrum þjálfara Njarðvíkur, og ganga til liðs við HK. 


Teymið starfaði saman í Njarðvík síðustu þrjú ár en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar á tímabilinu og tapaði gegn Keflavík í undanúrslitum umspilsins.

Eins og greint hefur verið frá er Gunnar Heiðar að taka við HK og verður það tilkynnt á næstu dögum. Liðið var þjálfaralaust eftir að Hermann Hreiðarsson tók við Val. HK endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Keflavík.

Njarðvíkingar eru við það að klára ráðninguna á Davíð Smára Lamude og er búist við að það verði jafnframt tilkynnt á komandi dögum.


Athugasemdir
banner
banner