Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dramatík í fyrsta sigri Genoa
Mynd: EPA
Sassuolo 1 - 2 Genoa
0-1 Ruslan Malinovskiy ('18 )
1-1 Domenico Berardi ('47 )
1-2 Leo Ostigard ('90 )

Genoa nældi í sinn fyrsta sigur í ítölsku deildinni á tímabilinu í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Patrick Vieira var rekinn um helgina.

Genoa heimsótti Sassuolo en Mikael Egill Ellertsson byrjaði á bekknum.

Ruslan Malinovskyi kom Genoa yfir. Arijanet Muric, markvörður Sasuolo, kýldi boltann beint á Malinovskyi eftir hornspyrnu og hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn þar sem Muric var illa staðsettur.

Genoa var með forystuna í hálfleik en Domenico Berardi jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann var einn og óvaldaður á fjærstönginni eftir hornspyrnu.

Það var dramatík í lokin þar sem Leo Östigard tryggði Genoa stigin þrjú þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Martin eftir hornspyrnu.

Mikael Egill spilaði síðustu tuttugu mínúturnar. Genoa er í 18. sæti með sex stig eftir tíu umferðir en liðið er með jafn mörg stig og Pisa sem er í 17. sæti. Sassuolo er í 11. sæti með 13 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner