Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 23:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona er heimsliðið kosið af leikmönnum - Palmer valinn en ekki Salah
Mynd: EPA
Leikmenn út um allan heim kusu leikmenn lið ársins 2025 og það var birt í kvöld.

Fimm leikmenn eru frá Evrópumeisturum PSG. Gianluigi Donnarumma, fyrrum leikmaður PSG og núverandi leikmaður Man City, er m.a. í markinu.

Ousmane Dembele (PSG) fékk Ballon d'Or verðlaunin á árinu og hann er í fremstu víglínu í liði ársins ásamt Kylian Mbappe (Real Madrid) og Lamine Yamal (Barcelona). Mohamed Salah (Liverpool) og Raphinha (Barcelona) komast ekki í liðið en þeir voru í 4. og 5. sæti í Ballon d'Or kjörinu.

Virgil van Dijk (Liverpool) er fulltrúi Englandsmeistara Liverpool í liðinu en þetta er í fimmta sinn sem hann er valinn í lið ársins. Cole Palmer (Chelsea) er á miðjunni ásamt Jude Bellingham (Real Madrid), Pedri (Barcelona) og Vitinha (PSG).


Athugasemdir
banner