David Beckham hefur verið sleginn til riddara og er því orðinn Sir David. Þessi fyrrum landsliðsfyrirliði Englands segir þetta stoltustu stund ferilsins.
Beckham er 50 ára gamall og var sleginn til riddara fyrir þjónustu sína í íþróttum og samfélagsmálum.
Victoria eiginkona hans, sem nú má kalla lafði Beckham, mætti með honum í athöfnina í Windsor kastala þar sem Karl Bretakonungur sló hann til riddara.
Klæðaburður Sir David vakti athygli við athöfnina en hann var í gráum jakkafötum sem Victoria hannaði.
Beckham er 50 ára gamall og var sleginn til riddara fyrir þjónustu sína í íþróttum og samfélagsmálum.
Victoria eiginkona hans, sem nú má kalla lafði Beckham, mætti með honum í athöfnina í Windsor kastala þar sem Karl Bretakonungur sló hann til riddara.
Klæðaburður Sir David vakti athygli við athöfnina en hann var í gráum jakkafötum sem Victoria hannaði.
Beckham er fyrrum fyrirliði enska landsliðsins og risastórt nafn í enskri fótboltasögu. Hann var lengst hjá Manchester United og lék einnig með AC Milan, PSG, Real Madrid og LA Galaxy á sínum ferli.
Arise, Sir David Beckham! pic.twitter.com/5erW1I3ZrU
— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2025
Introducing Sir David Beckham! ????? pic.twitter.com/kxawQ9dRBH
— Sky Sports (@SkySports) November 4, 2025
Athugasemdir


