Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   mán 03. nóvember 2025 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Akanji vill vera áfram hjá Inter
Mynd: Inter
Manuel Akanji vonast til að ganga alfarið til liðs við Inter en hann fór til Inter á láni frá Man City í sumar.

Akanji hefur verið fastamaður í liði Inter en Inter getur fest kaup á honum fyrir 13 milljónir punda næsta sumar.

„Ég er virkilega að njóta mín hérna hjá Inter. Ég fer út á völl með rétt hugarfar og líður vel innan liðsins," sagði Akanji.

„Er framtíðin ráðin? Við sjáum til í lok tímabilsins. Ég mun gera mitt besta og sýni á vellinum hvað ég get. Ég vonast til að vera áfram hérrna, mér liður vel."
Athugasemdir
banner
banner