Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Sunderland og Everton: Barry kemur inn í lið Everton
Thierno Barry
Thierno Barry
Mynd: Everton
Sunderland fær Everton í heimsókn í síðasta leik tíundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sunderland hefur farið gríðarlega vel af stað sem nýliði í deildinni og getur stokkið upp í 2. sæti með sigri Everton getur hins vegar farið upp í 12. sæti.

Sunderland lagði Chelsea í síðustu umferð og byrjunarliðið er óbreytt frá þeim leik. Everton tapaði hins vegar gegn Tottenham og David Moyes gerir eina breytingu.

Thierno Barry kemur inn í fremstu víglínu fyrir Beto.

Sunderland: Roefs, Hume, Mukiele, Ballard, Geertruida, Reinildo, Xhaka, Sadiki, Traore, Le Fee, Isidor.

Everton: Pickford, O'Brien, Tarkowski, Keane, Mykolenko, Gana Gueye, Garner, Ndiaye, Dewsbury-Hall, Grealish, Barry.
Athugasemdir