Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   þri 04. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen 
Magni Fannberg orðaður við Rosenborg
Mynd: Norrköping
Magni Fannberg er orðaður við stöðu íþróttastjóra hjá norska stórliðinu Rosenborg.

Félagið er í leit að nýjum íþróttastjóra þar sem Svíinn Mikael Dorsin mun yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Félagið hefur fengið hjálp frá danska fyrirtækinu Onenexus sem færir liðinu lista yfir mögulega arftaka Dorsin en það hefur ekki borið árangur.

TV2 í Noregi nefnir Magna Fannberg til sögunnar en hann yfirgaf sænska liðið Norrköping fyrr á þessu ári þar sem hann var íþróttastjóri. Magni þekkir til Alfred Johansson, þjálfara Rosenborg.

„VIð erum að vinna í því að klára þetta sem fyrst en þetta er mjög mikilvæg ráðning fyrir Rosenborg. Við tökum tíma til að gera þetta almennilega og vera vissir um að taka bestu ákvörðunina fyrir félagið. Dorsin er tilbúinn að vinna eins lengi og við þurfum á honum að halda og við kunnum að meta það," sagði Tore Berdal, stjórnarformaður Rosenborg.

Rosenborg er sigursælt félag en það hefur verið í vandræðum á tímabilinu og er í áttunda sæti í norsku deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner