Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Leikur tveggja hálfleika á Leikvangi Ljóssins
Iliman Ndiaye
Iliman Ndiaye
Mynd: EPA
Sunderland 1 - 1 Everton
0-1 Iliman Ndiaye ('15 )
1-1 Granit Xhaka ('46 )

Sunderland fékk Everton í heimsókn í tíundu umferð úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Everton var hársbreidd frá því að komast yfir eftir örfáar sekúndur en James Garner átti skot rétt framhjá.

Þegar tæpur stundafjórðungur var liðinn af leiknum skoraði Iliman Ndiaye eftir frábært einstaklingsframtak. Hann fór framhjá nokkrum varnarmönnum áður en hann skoraði með góðu skoti.

Thierno Barry hefði átt að tvöfalda forystu Everton eftir hálftíma leik en á einhvern ótrúlegan hátt skaut hann yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jack Grealish.

Strax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Granit Xhaka metin þegar skot hans fór af James Tarkowski og í netið.

Sunderland var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik en í uppbótatíma komst Carlos Alcaraz í góða stöðu en var of lengi að athafna sig og varnarmenn Sunderland náðu að loka á hann.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og jafntefli niðurstaðan. Sunderland er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig, jafn mörg stig og Liverpool, stigi á eftir Man City og sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. Everton er í 14. sæti með 12 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner