Spænski miðjumaðurinn Oriol Romeu er að snúa aftur til Southampton en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag.
Þessi 34 ára gamli miðjumaður er án félags en Barcelona náði samkomulagi við hann um riftun á samningi í sumar til að búa til pláss í hópnum.
Romeu þekkir til hjá Southampton en hann spilaði yfir 250 leiki fyrir liðið frá 2015-2022 áður en hann gekk til liðs við spænska liðið Girona.
Southampton er í 21. sæti í Championship deildinni en félagið er í stjóraleit eftir að Will Still var látinn taka pokann sinn um helgina.
Athugasemdir

