Kvennalið Breiðabliks er í þjálfaraleit þar sem Nik Chamberlain mun láta af störfum hjá félaginu í lok mánaðar en hann er að taka við sænska liðinu Kristianstad.
Nik gerði Breiðablik að Íslands- og bikarmeisturum í sumar.
                
                                    Nik gerði Breiðablik að Íslands- og bikarmeisturum í sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur stjórn Breiðabliks rætt við Ian Jeffs um að taka við liðinu.
Gunnar Borgþórsson hefur einnig verið orðaður við liðið en samkvæmt heimildum Fótbolta.net gaf hann Blikum afsvar. Þá var Halldór Jón Sigurðsson, Donni, orðaður við Blika fyrr í haust en hann tók við U19 landsliði kvenna.
Jeffsy hefur stýrt kvennaliði ÍBV, verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands, stýrt karlaliði Þróttar og svo Haukum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

