Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
O'Neil tekur ekki við Wolves - Nafn Ten Hag til umræðu
Mynd: EPA
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Man Utd, er á óskalista Wolves eftir að félagið rak Vitor Pereira eftir 3-0 tap gegn Fulham um helgina.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að forráðamenn Wolves hafi rætt þann möguleika að ráða Ten Hag til félagsins.

Ten Hag var rekinn frá Leverkusen í september eftir að hafa stýrt aðeins þremur leikjum. Hann stýrði Man Utd frá 2022-2024.

Gary O'Neil var í viðræðum við Wolves en Ornstein greinir frá því að viðræðurnar hafi siglt í strand. O'Neil var rekinn frá Wolves fyrir tæpu ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner