Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. júní 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Belotti fær tveggja ára samning - Kaupa ekki Llorente frá Leeds
Mynd: EPA
Mynd: Roma

Ítalski sóknarmaðurinn Andrea Belotti er búinn að gera tveggja ára samning við Roma eftir að hafa hrifið þjálfarateymið á sínu fyrsta tímabili.


Jose Mourinho hefur notað Belotti mikið sem varaskeifu og er þjálfarinn gríðarlega ánægður með jákvæða hugarfarið sem Belotti tekur með sér inn í hvern leik og á æfingar.

Belotti kom við sögu í 31 deildarleik með Roma en tókst ekki að skora eitt einasta mark. Hann skoraði fjögur mörk á tímabilinu, þrjú í Evrópudeildinni og eitt í ítalska bikarnum.

Belotti er varaskeifa fyrir Tammy Abraham, þó að þeir spili stundum saman, en Abraham sleit krossband á dögunum og verður frá keppni út árið. Belotti gæti því þurft að stíga upp ef Roma kaupir ekki nýjan sóknarmann.

Roma hefur þá ákveðið að nýta ekki ákvæði í samningi Diego Llorente, sem lék með liðinu á lánssamningi frá Leeds United. Llorente er 29 ára gamall og spilaði aðeins 9 leiki á deildartímabilinu.

Rómverjar eru hrifnir af Llorente en þeir eru ekki reiðubúnir til að borga þær 18 milljónir evra sem Leeds vill fá fyrir varnarmanninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner