Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   þri 06. júní 2023 16:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KA og Grindavíkur: Fjórar breytingar hjá KA - Guðjón Pétur á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA fær Grindavík í heimsókn í næst síðasta leik 8 liða úrslitana í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

Liðin eru bæði særð eftir leikina í síðustu viku en KA tapaði 4-0 gegn Stjörnunni og Grindavík tapaði toppslag gegn Aftureldingu 3-0.

Það eru fjórar breytingar á liði KA í dag. Birgir Baldvinsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Sveinn Margeir Hauksson og Harley Willard koma inn í liðið. Daníel Hafsteinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Þorri Mar Þórisson og Jakob Snær Árnason setjast á bekkinn.

Aron Dagur Birnuson fyrrum markvörður KA er að venju í marki Grindavíkur. Tómas Orri Róbertsson, Viktor Guðberg Hauksson og Dagur Örn Fjelsted koma inn í liðið. Guðjón Pétur Lýðsson og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson setjast á bekkinn en Marinó Axel Helgason er ekki í hóp.


Byrjunarlið KA:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
37. Harley Willard
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið Grindavík:
0. Tómas Orri Róbertsson
0. Dagur Örn Fjeldsted
1. Aron Dagur Birnuson
4. Bjarki Aðalsteinsson
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Kristófer Konráðsson
8. Einar Karl Ingvarsson
9. Edi Horvat
16. Marko Vardic
22. Óskar Örn Hauksson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner