Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire sá næsti sem verður skorinn úr hópnum?
Harry Maguire er að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir Evrópumótið.
Harry Maguire er að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir Evrópumótið.
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er að glíma við meiðsli og Englendingar hafa áhyggjur af því að hann verði ekki klár fyrir Evrópumótið.

Telegraph fjallar um það að Maguire sé mögulega næsti leikmaðurinn sem verði skorinn úr landsliðshópi Englands fyrir Evrópumótið.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi 33 leikmenn í upprunalega hópinn sinn en hann má bara taka 26 með sér til Þýskalands. Það er ljóst að James Maddison, Curtis Jones og Jarell Quansah fara ekki með á mótið.

Fjórir aðrir til viðbótar munu bætast við en Maguire er mögulega þar á meðal. Ef hann væri heill, þá væri hann líklega byrjunarliðsmaður en hann hefur lítið ná að æfa síðustu daga vegna meiðsla. Hann missti af síðustu leikjum Man Utd á tímabilinu vegna meiðslana og verður að öllum líkindum ekki með gegn Íslandi í síðasta æfingaleiknum fyrir EM á morgun.

Ef Maguire missir af mótinu þá eru Englendingar enn með ágætis möguleika til að leika í hjarta varnarinnar við hlið John Stones.
Athugasemdir
banner
banner
banner