Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 06. júlí 2020 22:25
Fótbolti.net
Árni Freyr: Þurfum vissulega að halda haus
Kvenaboltinn
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki allavegana fengið stig. Crucial moment í stöðunni 1-1 þegar við viljum meina að við ættum að fá víti. Þær fara upp stuttu seinna og skora og svo í seinni hálfleik er þetta bara stál í stál,“ sagði Árni Freyr Guðnason, annar þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birta Georgsdóttir var komin ein í gegn en féll við eftir að Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, fór út á móti henni.

„Birta fær boltann í gegn og sólar markvörðinn. Markvörðurinn kippir henni bara niður,“ sagði Árni Freyr um atvikið en fólki á vellinum ber ekki saman um hvort ákvörðun dómarans hafi verið rétt eða ekki. Guðni Eiríksson samþjálfari Árna Freys brást mjög illa við því að fá ekki vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Það lítur oft illa út þegar dómarinn rífur upp rauða spjaldið þegar kemur smá tuð og einhver pirringur. Það lítur út fyrir að þetta hafi kannski verið mistök hjá honum og hann hafi ekki verið viss með ákvörðunina. En vissulega þurfum við að halda haus,“ sagði Árni Freyr um atburðarrásina í kringum rauða spjaldið.

FH-ingar eru stigalausar á botni deildarinnar eftir fjórar fyrstu umferðirnar en Árni segir engan tíma til að svekkja sig á því heldur þurfi liðið að halda áfram að vinna í sínum málum á æfingasvæðinu.

„Það er bara æfing og svo næsti leikur í bikar og leikur aftur á þriðjudaginn. Það þýðir ekkert að fara að grenja. Það þarf bara að halda áfram. Mæta á næstu æfingu og vinna í því sem við þurfum að gera betur. Þá hef ég fulla trú á því að við getum farið að sækja sigra.“

Nánar er rætt við Árna Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner