Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 06. júlí 2020 22:25
Fótbolti.net
Árni Freyr: Þurfum vissulega að halda haus
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki allavegana fengið stig. Crucial moment í stöðunni 1-1 þegar við viljum meina að við ættum að fá víti. Þær fara upp stuttu seinna og skora og svo í seinni hálfleik er þetta bara stál í stál,“ sagði Árni Freyr Guðnason, annar þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birta Georgsdóttir var komin ein í gegn en féll við eftir að Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, fór út á móti henni.

„Birta fær boltann í gegn og sólar markvörðinn. Markvörðurinn kippir henni bara niður,“ sagði Árni Freyr um atvikið en fólki á vellinum ber ekki saman um hvort ákvörðun dómarans hafi verið rétt eða ekki. Guðni Eiríksson samþjálfari Árna Freys brást mjög illa við því að fá ekki vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Það lítur oft illa út þegar dómarinn rífur upp rauða spjaldið þegar kemur smá tuð og einhver pirringur. Það lítur út fyrir að þetta hafi kannski verið mistök hjá honum og hann hafi ekki verið viss með ákvörðunina. En vissulega þurfum við að halda haus,“ sagði Árni Freyr um atburðarrásina í kringum rauða spjaldið.

FH-ingar eru stigalausar á botni deildarinnar eftir fjórar fyrstu umferðirnar en Árni segir engan tíma til að svekkja sig á því heldur þurfi liðið að halda áfram að vinna í sínum málum á æfingasvæðinu.

„Það er bara æfing og svo næsti leikur í bikar og leikur aftur á þriðjudaginn. Það þýðir ekkert að fara að grenja. Það þarf bara að halda áfram. Mæta á næstu æfingu og vinna í því sem við þurfum að gera betur. Þá hef ég fulla trú á því að við getum farið að sækja sigra.“

Nánar er rætt við Árna Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner