Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 06. júlí 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Náðum lítið að ógna þeim
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gríðarlegt svekkelsi. Orð fá því ekki lýst hvað maður er ótrúlega svekktur að hafa tapað þessum leik.“
Voru fyrstu orð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 2 - 1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Keflavíkurliðið átti erfitt uppdráttar sóknarlega í leiknum og náðu gestirnir frá Akureyri að loka vel á allar þeirra sóknaraðgerðir lengst af í leiknum.

„Þær gerðu það nokkuð vel við reyndar byrjuðum leikinn fannst mér mjög vel en síðan missum við þetta niður og náðum lítið að ógna þeim. “

Natasha Moora Anasi var mætt aftur á miðju Keflavíkur í kvöld eftir að hafa leikið í miðverðinum að undanförnu. Gunnar breytti þó leikskipulagi Keflavíkur í hálfleik og færði Natöshu aftur í miðvörðinn. Er það ekki hennar náttúrulega staða og þar sem hún ætti að vera að spila?

„Jú vissulega. Hún er hafsent að upplagi og hefur verið að spila mjög vel þar. En við lentum í smá vandamálum fyrir þennan leik. Það voru forföll, Kristún Ýr til dæmis hún er meidd og kom bara í ljós í morgun að hún gæti ekki verið með og svo erum við með nýjan erlendan leikmann sem við gerðum ráð fyrir að væri komin með leikheimild en það gekk ekki upp og þá erum við búin að riðla svolítið því sem við erum búin að vera æfa og leggja upp þessa vikuna. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir