Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 06. júlí 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Náðum lítið að ógna þeim
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gríðarlegt svekkelsi. Orð fá því ekki lýst hvað maður er ótrúlega svekktur að hafa tapað þessum leik.“
Voru fyrstu orð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 2 - 1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Keflavíkurliðið átti erfitt uppdráttar sóknarlega í leiknum og náðu gestirnir frá Akureyri að loka vel á allar þeirra sóknaraðgerðir lengst af í leiknum.

„Þær gerðu það nokkuð vel við reyndar byrjuðum leikinn fannst mér mjög vel en síðan missum við þetta niður og náðum lítið að ógna þeim. “

Natasha Moora Anasi var mætt aftur á miðju Keflavíkur í kvöld eftir að hafa leikið í miðverðinum að undanförnu. Gunnar breytti þó leikskipulagi Keflavíkur í hálfleik og færði Natöshu aftur í miðvörðinn. Er það ekki hennar náttúrulega staða og þar sem hún ætti að vera að spila?

„Jú vissulega. Hún er hafsent að upplagi og hefur verið að spila mjög vel þar. En við lentum í smá vandamálum fyrir þennan leik. Það voru forföll, Kristún Ýr til dæmis hún er meidd og kom bara í ljós í morgun að hún gæti ekki verið með og svo erum við með nýjan erlendan leikmann sem við gerðum ráð fyrir að væri komin með leikheimild en það gekk ekki upp og þá erum við búin að riðla svolítið því sem við erum búin að vera æfa og leggja upp þessa vikuna. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner