Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 06. júlí 2021 20:51
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Náðum lítið að ógna þeim
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara gríðarlegt svekkelsi. Orð fá því ekki lýst hvað maður er ótrúlega svekktur að hafa tapað þessum leik.“
Voru fyrstu orð Gunnars Magnúsar Jónssonar þjálfara Keflavíkur eftir 2 - 1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Keflavíkurliðið átti erfitt uppdráttar sóknarlega í leiknum og náðu gestirnir frá Akureyri að loka vel á allar þeirra sóknaraðgerðir lengst af í leiknum.

„Þær gerðu það nokkuð vel við reyndar byrjuðum leikinn fannst mér mjög vel en síðan missum við þetta niður og náðum lítið að ógna þeim. “

Natasha Moora Anasi var mætt aftur á miðju Keflavíkur í kvöld eftir að hafa leikið í miðverðinum að undanförnu. Gunnar breytti þó leikskipulagi Keflavíkur í hálfleik og færði Natöshu aftur í miðvörðinn. Er það ekki hennar náttúrulega staða og þar sem hún ætti að vera að spila?

„Jú vissulega. Hún er hafsent að upplagi og hefur verið að spila mjög vel þar. En við lentum í smá vandamálum fyrir þennan leik. Það voru forföll, Kristún Ýr til dæmis hún er meidd og kom bara í ljós í morgun að hún gæti ekki verið með og svo erum við með nýjan erlendan leikmann sem við gerðum ráð fyrir að væri komin með leikheimild en það gekk ekki upp og þá erum við búin að riðla svolítið því sem við erum búin að vera æfa og leggja upp þessa vikuna. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner