Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Einn af bestu vinum Haaland á leið til Salernitana
Erik Botheim er á leið til Salernitana
Erik Botheim er á leið til Salernitana
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erik Botheim er á leið til Salernitana á Ítalíu en hann kemur á frjálsri sölu. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano.

Botheim er 22 ára gamall og var síðast á mála hjá rússneska félaginu Krasnodar.

Hann kom til félagsins eftir að hafa skorað 23 mörk fyrir Bodö/Glimt á síðasta ári, en tókst þó aldrei að spila leik í Rússlandi.

Eftir innrás Rússa inn í Úkraína ákvað Botheim að mæta ekki á æfingar og kom sér úr landinu. Hann nýtti sér svo vinnuúrræði FIFA áður en Krasnodar komst að samkomulagi um að rifta samningnum í maí.

Erling Braut Haaland, einn besti vinur Botheim og liðsfélagi í norska landsliðinu, virtist koma með vísbendingu um næsta áfangastað Botheim á Instagram á dögunum, en hann vísaði þá í lag sem er oft spilað á leikjum skoska félagsins Rangers.

Botheim var lengi í viðræðum við Rangers en hefur nú ákveðið að fara til Ítalíu og semja við Salernitana í Seríu A. Hann var í Salerno á dögunum og krotaði þar undir fjögurra ára samning.

Þetta er annar Norðmaðurinn sem gengur í raðir Salernitana en Emil Bohinen var keyptur á dögunum frá rússneska félaginu CSKA Moskva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner