Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. ágúst 2022 21:06
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Grótta fyrsta liðið til að vinna Fram - Ótrúleg endurkoma í Úlfarsárdal
Grótta var tveimur mörkum undir en skoraði svo þrjú mörk á síðustu mínútum leiksins
Grótta var tveimur mörkum undir en skoraði svo þrjú mörk á síðustu mínútum leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur skoraði sjö gegn KÁ
Völsungur skoraði sjö gegn KÁ
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram í 2. deild kvenna en liðið kom til baka undir lokin og vann, 3-2, sigur í Úlfarsárdalnum.

Fyrir leikinn hafði Fram unnið alla átta leiki sína í deildinni og var að stefna hraðbyr upp í Lengjudeildina. Grótta náði í kvöld að stöðva sigurgöngu Framara.

Ylfa Margrét Ólafsdóttir og Jessica Grace Kass Ray komu Fram í 2-0 en þegar sjö mínútur lifðu leiks breyttist allt. Grótta fékk vítaspyrnu sem Ariela Lewis skoraði úr. Þremur mínútum síðar jafnaði María Lovísa Jónasdóttir metin og undir lok leiks fullkomnaði Marwa El Mrizak endurkomu Gróttu með því að gera sigurmark leiksins.

Stórkostleg endurkoma hjá gestunum. Grótta er í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, einu stigi á eftir Fram sem er í efsta sætinu. Fram á þó leik til góða á Gróttu.

ÍH og Sindri gerðu 1-1 jafntefli þá á meðan Einherji lagði Hamar, 1-0, í Hveragerði.

Völsungur slátraði þá KÁ, 7-0, á Ásvöllum. Völsungur er í 3. sæti með 23 stig en KÁ er áfram án stiga í botnsætinu.

Úrslit og markaskorarar:

Hamar 0 - 1 Einherji
0-1 Yoana Peralta Fernandez ('60 )

ÍH 1 - 1 Sindri
0-1 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('51 )
1-1 Lovísa María Hermannsdóttir ('83 )

Fram 2 - 3 Grótta
1-0 Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('47 )
2-0 Jessica Grace Kass Ray ('63 )
2-1 Ariela Lewis ('83 , Mark úr víti)
2-2 María Lovísa Jónasdóttir ('86 )
2-3 Marwa El Mrizak ('90 )

KÁ 0 - 7 Völsungur
0-1 Sarah Catherine Elnicky ('24 )
0-2 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('38 )
0-3 Allyson Abbruzzi Patterson ('47 )
0-4 Sonja Björg Sigurðardóttir ('48 )
0-5 Elísabet Ingvarsdóttir ('62 )
0-6 Allyson Abbruzzi Patterson ('78 )
0-7 Sonja Björg Sigurðardóttir ('83 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner