lau 06. ágúst 2022 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Godfrey brotinn og Mina frá í einhvern tíma - „Sjaldan er ein báran stök"
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: EPA
Ben Godfrey og Yerry Mina, varnarmenn Everton, verða frá í einhvern tíma en þetta staðfestir Frank Lampard, stjóri félagsins, í viðtali eftir 1-0 tapið gegn Chelsea á Goodison Park í kvöld.

Godfrey meiddist illa á 10. mínútu er hann fór í tæklingu á Kai Havertz en hann festi löppina sína og sást um leið að meiðslin væru af alvarlegum toga.

Hann var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús. Lampard staðfesti í viðtali eftir leikinn að Godfrey væri brotinn og því ljóst að hann verður frá í einhvern tíma.

Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina meiddist á ökkla í síðari hálfleik og þurfti að fara af velli en Lampard segir að hann gæti einnig verið frá í einhvern tíma.

„Meiðslin hjá Godrey virðist hafa verið lítið beinbrot. Við erum að skoða það nánar. Hann verður frá í einhvern tíma og Mina er að glíma við ökklameiðsli og hann gæti líka verið frá í einhvern tíma. Sjaldan er ein báran stök," sagði Frank Lampard við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner