Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 06. ágúst 2022 12:45
Aksentije Milisic
Tómas Johannessen á reynslu hjá Feyenoord
Mynd: Feyenoord

Tómas Johannessen, unglingalandsliðsmaður og leikmaður Gróttu er á reynslu hjá Feyenoord í Hollandi.


Tómas, sem er fæddur árið 2007, er uppalinn hjá Val og Gróttu en hann á að baki fjóra leiki fyrir Gróttu í sumar.

Þrír þeirra komu í Lengjudeildinni og einn í Mjólkurbikarnum. Þessi efnilegi leikmaður er einungis fimmtán ára gamall og æfði hann með unglingaliðum sænsku meistaranna í Malmö í vetur.

Hann hefur verið á reynslu hjá Feyenoord í þessari viku og verður fróðlegt að fylgjast með kappanum á komandi árum.


Athugasemdir
banner
banner