Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 06. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erfið ákvörðun en 100 prósent sú rétta"
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Moises Caicedo segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hafna Liverpool síðasta sumar en hann telur enn að það hafi verið rétt ákvörðun.

Ekvadorinn var keyptur frá Brighton í fyrra en Chelsea skákaði Liverpool í baráttunni um hann. Kaupverðið er um 115 milljónir punda.

„Þetta var erfið ákvörðun, mjög erfið. Liverpool er stórt félag eins og Chelsea," sagði Caicedo á dögunum.

„En Chelsea var að ræða við mig í nokkra mánuði. Ég gat ekki sagt nei við því. Þeir voru með mér á erfiðum tíma þegar Brighton vildi ekki sleppa mér."

„Þetta var erfið ákvörðun, en 100 prósent sú rétta. Ég vildi fara til Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner