Miðjumaðurinn Moises Caicedo segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hafna Liverpool síðasta sumar en hann telur enn að það hafi verið rétt ákvörðun.
Ekvadorinn var keyptur frá Brighton í fyrra en Chelsea skákaði Liverpool í baráttunni um hann. Kaupverðið er um 115 milljónir punda.
Ekvadorinn var keyptur frá Brighton í fyrra en Chelsea skákaði Liverpool í baráttunni um hann. Kaupverðið er um 115 milljónir punda.
„Þetta var erfið ákvörðun, mjög erfið. Liverpool er stórt félag eins og Chelsea," sagði Caicedo á dögunum.
„En Chelsea var að ræða við mig í nokkra mánuði. Ég gat ekki sagt nei við því. Þeir voru með mér á erfiðum tíma þegar Brighton vildi ekki sleppa mér."
„Þetta var erfið ákvörðun, en 100 prósent sú rétta. Ég vildi fara til Chelsea."
Athugasemdir