Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   þri 06. ágúst 2024 08:20
Elvar Geir Magnússon
Guehi færist nær Newcastle - Tottenham í viðræðum um Solanke
Powerade
Guehi í landsleik með Englandi.
Guehi í landsleik með Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominic Solanke.
Dominic Solanke.
Mynd: Getty Images
Gilchrist lánaður frá Chelsea.
Gilchrist lánaður frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Varnarmaður Palace nálgast Newcastle og Manchester United horfir ekki lengur til Ugarte. Þetta og fleira í slúðurpakkanum á þessum mánudagslega þriðjudegi.

Newcastle United er nálægt því að semja um kaup á enska miðverðinum Marc Guehi (24) frá Crystal Palace fyrir rúmlega 60 milljónir punda. (Telegraph)

Manchester United er að snúa leit sinni að miðjumanni frá Manuel Ugarte (23) þar sem verðmiði Paris St-Germain á úrúgvæska landsliðsmanninum er of hár. (Athletic)

Atletico Madrid hefur boðið portúgalska framherjann Joao Felix (24) til Manchester City á láni sem hluti af samningi um argentínska framherjann Julian Alvarez (24). (Mail)

Tottenham hefur átt í viðræðum um kaup á enska framherjanum Dominic Solanke (26) frá Bournemouth en talið er að riftunarákvæði í samningi hans sé um 65 milljónir punda. (Telegrah)

Vonir West Ham um að fá enska varnarmanninn Aaron Wan-Bissaka (26) frá Manchester United hafa minnkað. (Sun)

Varnarmaðurinn Gleison Bremer (27) hefur náð samkomulagi við Juventus um nýjan samning. Það eru vondar fréttir fyrir Liverpool sem hefur áhuga á Brasilíumanninum. (Fabrizio Romano)

Vonir Liverpool um að fá Federico Chiesa (26) hafa aukist með því að Thiago Motta, stjóri Juventus, sagði að ítalska kantmanninum væri frjálst að halda annað. (Mirror)

Chelsea á í viðræðum við Atletico Madrid um 35 milljóna punda kaup á spænska framherjanum Samu Omorodion (20). (Sky Sports)

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (33) hefur sagt Barcelona að hann hyggist ekki yfirgefa félagið eftir að hafa verið orðaður við Fenerbahce. (Mundo Deportivo)

Chelsea hefur samið við Gremio um 20,5 milljóna punda kaup á brasilíska miðjumanninum Gabriel Mec (26). (Globo)

Chelsea hefur einnig samið um að lána enska varnarmanninn Alfie Gilchrist (20) til Sheffield United. (Athletic)

Fulham er enn í sambandi við Manchester United vegna hugsanlegra kaupa á Scott McTominay (27), skoska miðjumanninum. (Sky Sports)

Leicester City leiðir kapphlaupið um að fá David Datro Fofana (21) framherja Fílabeinsstrandarinnar á láni frá Chelsea. (Fabrizio Romano)

Joe Hodge (21), miðjumaður Wolverhampton Wanderers, er í viðræðum við Huddersfield Town um hugsanlegan lánssamning en skoska liðið Hibernian hefur einnig áhuga á Íranum. (Express and Star)

Leeds United ætlar að gera 7 milljóna punda tilboð í enska kantmanninn Jonathan Rowe (21) hjá Norwich. (telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner