Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
   þri 06. ágúst 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA lagði Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Þetta var svona síðast þegar við mættum þeim, þá voru allir 'on' frá byrjun. Ég saknaði þess á móti KR í síðasta leik. Ég bað strákana um að sýna mér karakter í 90 mínútur sem ég fékk og mér fannst við vinna sanngjarnan sigur," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið en hann hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð.

„Viðar og aðrir í liðinu eru rosalega góðum stað. Við missum leikmenn út í skóla og maður er aðeins að rótera í liðinu og það eru allir að sýna að þeir eru tilbúnir að leggja sig fram. Staðan á hópnum er góð, erum með engan meiddann fyrir leikinn í dag. Þeir sem komu inn á stóðu sig vel og við vinnum sterkan sigur á móti góðu Valsliði," sagði Haddi.

Viðar Örn tognaði aftan í læri í kvöld en hann sagðist sjálfur vonast til að vera klár í næsta leik liðsins.

„Mér finnst ólíklegt að hann sé klár í næsta leik. Hins vegar held ég að þetta sé mjög lítil tognun þannig við skulum sjá til. Hann er á góðum stað eins og liðið. Við erum orðnir við sjálfir aftur og loksins getum við litið upp á við. Full stúka í dag fannst mér þegar ég horfði yfir og í lokin kemur þvílíkur kraftur með þeim þótt menn voru orðnir þreyttir þá leggja menn sig fram. Virkilega góður dagur fyrir KA í dag," sagði Haddi.

KA hefur verið orðað við Dag Inga Valsson leikmann Keflavíkur og einhverjar viðræður hafa verið í gangi.

„Hann er góður leikmaður og við höfum verið að skoða hann," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner
banner