Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA lagði Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Þetta var svona síðast þegar við mættum þeim, þá voru allir 'on' frá byrjun. Ég saknaði þess á móti KR í síðasta leik. Ég bað strákana um að sýna mér karakter í 90 mínútur sem ég fékk og mér fannst við vinna sanngjarnan sigur," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið en hann hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð.

„Viðar og aðrir í liðinu eru rosalega góðum stað. Við missum leikmenn út í skóla og maður er aðeins að rótera í liðinu og það eru allir að sýna að þeir eru tilbúnir að leggja sig fram. Staðan á hópnum er góð, erum með engan meiddann fyrir leikinn í dag. Þeir sem komu inn á stóðu sig vel og við vinnum sterkan sigur á móti góðu Valsliði," sagði Haddi.

Viðar Örn tognaði aftan í læri í kvöld en hann sagðist sjálfur vonast til að vera klár í næsta leik liðsins.

„Mér finnst ólíklegt að hann sé klár í næsta leik. Hins vegar held ég að þetta sé mjög lítil tognun þannig við skulum sjá til. Hann er á góðum stað eins og liðið. Við erum orðnir við sjálfir aftur og loksins getum við litið upp á við. Full stúka í dag fannst mér þegar ég horfði yfir og í lokin kemur þvílíkur kraftur með þeim þótt menn voru orðnir þreyttir þá leggja menn sig fram. Virkilega góður dagur fyrir KA í dag," sagði Haddi.

KA hefur verið orðað við Dag Inga Valsson leikmann Keflavíkur og einhverjar viðræður hafa verið í gangi.

„Hann er góður leikmaður og við höfum verið að skoða hann," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner