Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 06. ágúst 2024 23:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA lagði Val á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Ég er gríðarlega ánægður með liðið mitt. Þetta var svona síðast þegar við mættum þeim, þá voru allir 'on' frá byrjun. Ég saknaði þess á móti KR í síðasta leik. Ég bað strákana um að sýna mér karakter í 90 mínútur sem ég fékk og mér fannst við vinna sanngjarnan sigur," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið en hann hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð.

„Viðar og aðrir í liðinu eru rosalega góðum stað. Við missum leikmenn út í skóla og maður er aðeins að rótera í liðinu og það eru allir að sýna að þeir eru tilbúnir að leggja sig fram. Staðan á hópnum er góð, erum með engan meiddann fyrir leikinn í dag. Þeir sem komu inn á stóðu sig vel og við vinnum sterkan sigur á móti góðu Valsliði," sagði Haddi.

Viðar Örn tognaði aftan í læri í kvöld en hann sagðist sjálfur vonast til að vera klár í næsta leik liðsins.

„Mér finnst ólíklegt að hann sé klár í næsta leik. Hins vegar held ég að þetta sé mjög lítil tognun þannig við skulum sjá til. Hann er á góðum stað eins og liðið. Við erum orðnir við sjálfir aftur og loksins getum við litið upp á við. Full stúka í dag fannst mér þegar ég horfði yfir og í lokin kemur þvílíkur kraftur með þeim þótt menn voru orðnir þreyttir þá leggja menn sig fram. Virkilega góður dagur fyrir KA í dag," sagði Haddi.

KA hefur verið orðað við Dag Inga Valsson leikmann Keflavíkur og einhverjar viðræður hafa verið í gangi.

„Hann er góður leikmaður og við höfum verið að skoða hann," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner