Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ótrúlegt sjálfsmark í undanúrslitaleiknum
Mynd: EPA
Brasilía er búið að tryggja sig í úrslitaleikinn í kvennaflokki Ólympíuleikanna með þægilegum sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Spánverja.

Þær brasilísku tóku forystuna snemma leiks þegar Irene Paredes skoraði ansi skrautlegt sjálfsmark.

Cata Coll, markvörður Spánverja, reyndi að hreinsa boltann frá marki undir mikilli pressu. Það gekk þó ekki betur en svo að hún þrumaði boltanum beint í samherja sinn og þaðan hrökk hann í netið.

Coll skaut boltanum í magann á Paredes eins og má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner