Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 06. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifar undir metsamning eftir nokkra daga
Mikey Moore fagnar marki.
Mikey Moore fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Hinn 16 ára gamli Mikey Moore er að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Tottenham.

Moore, sem er afar efnilegur kantmaður, mun skrifa undir þriggja ára samning við Spurs þegar hann verður 17 ára eftir nokkra daga.

The Athletic segir að Moore muni setja met hjá Tottenham þegar hann skrifar undir því félagið hefur aldrei borgað leikmanni á þessum aldri hærri laun.

Moore varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og það er útlit fyrir að hann fái stærra hlutverk á komandi tímabili. Hann hefur verið mikið inn í myndinni á undirbúningstímabilinu.

Hann hefur verið orðaður við Manchester City og Manchester United, en hann ætlar sér að vera áfram hjá Tottenham og mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning þar.
Athugasemdir
banner
banner