Hinn 16 ára gamli Mikey Moore heldur áfram að heilla með Tottenham Hotspur á undirbúningstímabilinu en hann gerði sigurmark liðsins í 3-2 sigri á Vissel Kobe í Tókýó í dag.
Liðin skiptust á að skora í leiknum. Yuya Osako kom Vissel Kobe yfir á 9. mínútu en Pedro Porro jafnaði sjö mínútum síðar. Snemma í þeim síðari kom Heung-Min Son Tottenham í forystu áður en Jean Patric jafnaði.
Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði síðan Mikey Moore sigurmarkið fyrir Tottenham. Annað mark hans á undirbúningstímabilinu.
Southampton vann þá Montpellier, 3-1, í dag. Kamaldeen Sulemana, Tyler Dibling og Taylor Harwood-Bellis gerðu mörk Southampton.
Úrslit og markaskorarar:
Vissel Kobe 2 - 3 Tottenham
1-0 Yuya Osako ('9 )
1-1 Pedro Porro ('16 )
1-2 Heung-Min Son ('48 )
2-2 Jean Patric ('64 )
2-3 Mikey Moore ('88 )
Montpellier 1 - 3 Southampton
0-1 Kamaldeen Sulemana ('4 )
0-2 Tyler Dibling ('45 )
1-2 Wahbi Khazri ('53 )
1-3 Taylor Harwood-Bellis ('55 )
Athugasemdir