Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undav óánægður með framkomu Brighton
Mynd: Getty Images

Deniz Undav, framherji Brighton, vonast til að vera áfram hjá Stuttgart en hann var á láni hjá þýska liðinu á síðustu leiktíð.


Undav er mjög ósáttur með samskiptaleysi enska félagsins á meðan hann var á láni frá félaginu.

„Ég heyrði ekki neitt frá Brighton í heilt ár. Ég fékk enga virðingu á þeim tíma sem ég var í burtu frá Brighton, öllum var sama um mig," sagði Undav.

„Það er útlit fyrir að félögin séu í stöðugum samskiptum. Ef ég verð ekki seldur verður það biturt og leiðinlegt því ég vil vera hérna í Stuttgart. Ef ekki, verð ég bara að fara til baka."

Hann grætur þó ekki í koddann ef hann verður áfram hjá Brighton.

„Það er margt verra en að spila í úrvalsdeildinni og ég skulda Brighton mikið," sagði Undav.


Athugasemdir
banner
banner
banner