Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   sun 06. september 2020 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós: Hún sparkaði í hana
Kvenaboltinn
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og sérstaklega seinni hálfleikur þar sem liðin skipust á að skora. Þetta var mjög ljúft og sætur sigur," sagði Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 4 - 2 sigur liðsins á Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari byrjaði Þór/KA manni færri vegna veikinda leikmanns auk þess sem Margrét Árnadóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis í byrjun hálfleiksins.

„Ég var fyrir aftan Sessu og hún sparkaði í hana. Ég var ekki viss hvort dómarinn hafi séð það og hann virðist hafa gert það og gaf rautt. Mér fannst það sanngjarnt en margir hafa sína skoðun. Þá vorum við manni fleiri og náðum að spila betur þar til í lokin þegar þær voru mjög grimmar.

Berglind Rós hefur alla jafna spilað í hjarta varnarinnar hjá Fylki en var færð á miðjuna í dag og átti stórleik.

„Mér finnst mjög skemmtilegt á miðjunni því þá fæ ég að vera með sóknarlega," sagði hún. „Ég er mjög fín báðum megin en finnst gaman á miðjunni. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi sem mér fannst koma vel út í dag og vona að við höldum því áfram."

Sem miðjumaður átti Berglind Rós upp tvö marka Fylkis með frábærum fyrirgjöfum fyrir markið.

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan þar ræðir hún einnig atvik þar sem Þór/KA skoraði frá miðju og Fylkisstúlkur töldu brotið á Cesilíu.
Athugasemdir
banner
banner