Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 06. september 2020 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós: Hún sparkaði í hana
Kvenaboltinn
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og sérstaklega seinni hálfleikur þar sem liðin skipust á að skora. Þetta var mjög ljúft og sætur sigur," sagði Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 4 - 2 sigur liðsins á Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari byrjaði Þór/KA manni færri vegna veikinda leikmanns auk þess sem Margrét Árnadóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis í byrjun hálfleiksins.

„Ég var fyrir aftan Sessu og hún sparkaði í hana. Ég var ekki viss hvort dómarinn hafi séð það og hann virðist hafa gert það og gaf rautt. Mér fannst það sanngjarnt en margir hafa sína skoðun. Þá vorum við manni fleiri og náðum að spila betur þar til í lokin þegar þær voru mjög grimmar.

Berglind Rós hefur alla jafna spilað í hjarta varnarinnar hjá Fylki en var færð á miðjuna í dag og átti stórleik.

„Mér finnst mjög skemmtilegt á miðjunni því þá fæ ég að vera með sóknarlega," sagði hún. „Ég er mjög fín báðum megin en finnst gaman á miðjunni. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi sem mér fannst koma vel út í dag og vona að við höldum því áfram."

Sem miðjumaður átti Berglind Rós upp tvö marka Fylkis með frábærum fyrirgjöfum fyrir markið.

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan þar ræðir hún einnig atvik þar sem Þór/KA skoraði frá miðju og Fylkisstúlkur töldu brotið á Cesilíu.
Athugasemdir
banner
banner