Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 06. september 2020 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós: Hún sparkaði í hana
Kvenaboltinn
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og sérstaklega seinni hálfleikur þar sem liðin skipust á að skora. Þetta var mjög ljúft og sætur sigur," sagði Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 4 - 2 sigur liðsins á Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari byrjaði Þór/KA manni færri vegna veikinda leikmanns auk þess sem Margrét Árnadóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis í byrjun hálfleiksins.

„Ég var fyrir aftan Sessu og hún sparkaði í hana. Ég var ekki viss hvort dómarinn hafi séð það og hann virðist hafa gert það og gaf rautt. Mér fannst það sanngjarnt en margir hafa sína skoðun. Þá vorum við manni fleiri og náðum að spila betur þar til í lokin þegar þær voru mjög grimmar.

Berglind Rós hefur alla jafna spilað í hjarta varnarinnar hjá Fylki en var færð á miðjuna í dag og átti stórleik.

„Mér finnst mjög skemmtilegt á miðjunni því þá fæ ég að vera með sóknarlega," sagði hún. „Ég er mjög fín báðum megin en finnst gaman á miðjunni. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi sem mér fannst koma vel út í dag og vona að við höldum því áfram."

Sem miðjumaður átti Berglind Rós upp tvö marka Fylkis með frábærum fyrirgjöfum fyrir markið.

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan þar ræðir hún einnig atvik þar sem Þór/KA skoraði frá miðju og Fylkisstúlkur töldu brotið á Cesilíu.
Athugasemdir
banner
banner