Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 06. september 2020 16:45
Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós: Hún sparkaði í hana
Kvenaboltinn
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Berglind Rós í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur og sérstaklega seinni hálfleikur þar sem liðin skipust á að skora. Þetta var mjög ljúft og sætur sigur," sagði Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 4 - 2 sigur liðsins á Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Þór/KA

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari byrjaði Þór/KA manni færri vegna veikinda leikmanns auk þess sem Margrét Árnadóttir fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Cecilíu Rán Rúnarsdóttur markverði Fylkis í byrjun hálfleiksins.

„Ég var fyrir aftan Sessu og hún sparkaði í hana. Ég var ekki viss hvort dómarinn hafi séð það og hann virðist hafa gert það og gaf rautt. Mér fannst það sanngjarnt en margir hafa sína skoðun. Þá vorum við manni fleiri og náðum að spila betur þar til í lokin þegar þær voru mjög grimmar.

Berglind Rós hefur alla jafna spilað í hjarta varnarinnar hjá Fylki en var færð á miðjuna í dag og átti stórleik.

„Mér finnst mjög skemmtilegt á miðjunni því þá fæ ég að vera með sóknarlega," sagði hún. „Ég er mjög fín báðum megin en finnst gaman á miðjunni. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi sem mér fannst koma vel út í dag og vona að við höldum því áfram."

Sem miðjumaður átti Berglind Rós upp tvö marka Fylkis með frábærum fyrirgjöfum fyrir markið.

Nánar er rætt við hana í sjónvarpinu að ofan þar ræðir hún einnig atvik þar sem Þór/KA skoraði frá miðju og Fylkisstúlkur töldu brotið á Cesilíu.
Athugasemdir
banner
banner