Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. september 2020 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Agla og Alexandra sáu um Þrótt
Agla og Alexandra fagnar marki.
Agla og Alexandra fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 4 Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('36 )
0-2 Agla María Albertsdóttir ('56 )
0-3 Alexandra Jóhannsdóttir ('63 )
0-4 Agla María Albertsdóttir ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik vann að lokum þægilegan sigur gegn Þrótti þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Heimakonur byrjuðu af krafti en þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Breiðablik að taka völdin á vellinum. Á 36. mínútu skoraði svo Alexandra Jóhannsdóttir eftir sendingu frá Sveindísi Jane.

Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum tvöfaldaði Agla María Albertsdóttir forystuna eftir vel útfærða aukaspyrnu. Stuttu eftir annað markið skoraði Alexandra aftur og Agla gerði síðan annað mark sitt þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

„Leiknum lýkur með stórsigri Blika. Breiðablik fer þá í 30 stig. Eru stigi á eftir toppliði Vals en eiga leik til góða. Þróttarar róa hins vegar áfram lífróður í deildinni. Eru í 8. sæti með 10 stig," skrifaði Mist Rúnarsdóttir þegar hún lauk textalýsingu sinni úr Laugardalnum.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-kvenna: Stjarnan vann á Selfossi - Valur skoraði fjögur
Athugasemdir
banner
banner
banner