banner
   sun 06. september 2020 15:55
Victor Pálsson
Pepsi Max-kvenna: Stjarnan vann á Selfossi - Valur skoraði fjögur
Shameeka Fishley.
Shameeka Fishley.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tapaði ansi óvænt í Pepsi Max-deild kvenna í dag er liðið tók á móti Stjörnunni við ansi erfiðar aðstæður.

Veðrið var ekki frábært á Selfossi þegar leikurinn fór fram en það voru Stjörnustúlkur sem unnu virkilega góðan 2-3 útisigur.

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði Betsy Doon Hassett fyrsta markið eftir aðeins eina mínútu.

Tíu mínútum seinna var staðan orðin 2-0 en Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði þá fyrir Stjörnuna áður en Barbára Sól Gísladóttir lagaði stöðuna eftir vandræðagang í markteig gestanna.

Shameeka Fishley átti mjög góðan dag fyrir Stjörnuna og var það hún sem skoraði þriðja mark Stjörnunnar í fyrri hálfleik og staðan 3-1 í leikhléi.

Helena Hekla Hlynsdóttir lagaði stöðuna fyrir Selfoss í uppbótartíma í seinni hálfleik en lengra komst heimaliðið ekki og lokastaðan, 2-3.

Valur náði á sama tíma fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið tók á móti ÍBV og vann sannfærandi 4-0 heimasigur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði tvö fyrir Valskonur í viðureigninni og situr liðið í efsta sæti með 31 stig. Breiðablik á hins vegar tvo leiki til góða og getur endurheimt sætið.

Tveimur leikjum lauk svo með 4-2 sigrum en FH lagði KR á Hlíðarenda og Fylkir vann Þór/KA í Árbænum.

Hér má sjá úrslit og markaskorara dagsins.

Selfoss 2 - 3 Stjarnan
0-1 Betsy Doon Hassett ('1 )
0-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('10 )
1-2 Barbára Sól Gísladóttir ('36 )
1-3 Shameeka Nikoda Fishley ('40 )
2-3 Helena Hekla Hlynsdóttir('92)
Lestu nánar um leikinn hér

Valur 4 - 0 ÍBV
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('5 )
2-0 Eliza Spruntule ('29 , sjálfsmark)
3-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('39 )
4-0 Arna Eiríksdóttir ('82 )
Lestu nánar um leikinn hér

Fylkir 4 - 2 Þór/KA
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('11 )
1-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('19 )
2-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('62 )
2-2 Hulda Björg Hannesdóttir ('67 )
3-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('69 )
4-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('77 )
Rautt spjald: Margrét Árnadóttir , Þór/KA ('50)
Lestu nánar um leikinn hér

FH 4 - 2 KR
1-0 Phoenetia Maiya Lureen Browne ('29 )
2-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('33 )
2-1 Ingunn Haraldsdóttir ('62 )
3-1 Madison Santana Gonzalez ('67 )
3-2 Alma Mathiesen ('70 )
4-2 Andrea Mist Pálsdóttir ('83 )
Lestu nánar um leikinn hér

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner